Afmælisbörn 27. febrúar 2025

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 27. febrúar 2024

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sex ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Söngvinir [2] (1989-)

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi hefur verið starfræktur um árabil, lengst undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Sigurðar Bragasonar og Kjartans Sigurjónssonar en hin síðari ár hafa mun fleiri komið að kórstjórninni. Söngvinir voru að öllum líkindum stofnaðir árið 1989 og var Kristín Sæunn Pjetursdóttir stjórnandi kórsins fyrstu árin eða allt til ársins 1994 þegar Sigurður…

Skólakór Reykholtsskóla (1932-81)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um skólakór Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði og því er myndin af sögu hans langt frá því að vera heildstæð. Héraðskólinn í Reykholti eða Reykholtsskóli var settur á laggirnar haustið 1931 og starfaði til 1997, söngkennsla var þar lengst af fastur liður og voru skólakórar starfandi samhliða söngkennslu að…

Símakórinn (1991-2002)

Kór var starfandi innan Félags íslenskra símamanna undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld, undir nafninu Símakórinn. Kórinn söng reglulega á tónleikum meðan hann starfaði og fór m.a. til Svíþjóðar sumarið 2002 ásamt fleiri íslenskum kórum til að taka þátt í norrænu kóramóti alþýðukóra. Heimildir um Símakórinn eru takmarkaðar en hann virðist hafa…

Glaðir gæjar (1967)

Glaðir gæjar var skammlíf hljómsveit starfandi í Reykholti í Borgarfirði árið 1967 en uppistaðan í þessari sveit voru kennarar við héraðsskólann á staðnum og flestir þeirra kunnir af öðru en hljómsveitastússi. Þetta voru þeir Jónas Árnason söngvari (síðar kunnur sem þingmaður og söngleikja- og textaskáld), Kjartan Sigurjónsson harmonikkuleikari (síðar organisti á Ísafirði og víðar) og…

Organistablaðið [fjölmiðill] (1968-95 / 2000)

Organistablaðið kom út í fjölmörg ár og var málgagn organista á Íslandi en blaðið kom út nokkuð samfleytt á árunum 1968 til 95. Stofnað var til blaðsins árið 1968 af Félagi íslenskra organleikara (síðar organista) og segir í inngangsorðum fyrsta tölublaðsins að því væri ætlað að vera málgagn organista, tengiliður milli þeirra og fólksins í…

Karlakór Ísafjarðar (1922-87)

Löng hefð er fyrir karlakórastarfi á Vestfjörðum og hefur Ísafjörður verið þar fremstur í flokki en þar má segja að hafi nokkuð samfleytt starfað karlakór allt frá 1922 er Karlakór Ísafjarðar var stofnaður. Það er líka athyglisvert að tveir máttarstólpar í ísfirsku tónlistarlífi, þeir Jónas Tómasson og Ragnar H. Ragnar stjórnuðu kórnum í samtals í…

K.I.B.S. kvartettinn (1939-42)

K.I.B.S. söngkvartettinn (stundum ritað KIBS kvartettinn) starfaði um skeið á heimsstyrjaldarárunum síðari. Kvartettinn mun hafa hafið æfingar 1939 en þegar Carl Billich tók til við að æfa þá árið 1940 og leika undir hjá þeim urðu æfingarnar markvissari, og þeir hófu að koma fram og syngja á opinberum vettvangi. Upphafsstafir meðlima K.I.B.S. kvartettsins mynduðu nafn…

Sunnukórinn (1934-)

Sunnukórinn á Ísafirði er einn elsti starfandi blandaði kór landsins og hefur starfað samfleytt frá árinu 1934. Kórinn var stofnaður að frumkvæði þriggja mektarmanna á Ísafirði, þeirra Jónasar Tómassonar tónskálds og organista, Sigurgeirs Sigurðssonar sóknarprests og síðar biskups og Elíasar J. Pálssonar kaupmanns snemma árs 1934 en þeir höfðu fyrst rætt um stofnun kórs um…

Tónabræður [6] (1991-2008)

Lítill kór eða sönghópur (tvöfaldur kvartett) gekk undir nafninu Tónabræður og starfaði að líkindum á árunum 1991-2008. Tónabræður gætu hafa verið stofnaðir að frumkvæði Gunnars H. Stephensen en hópurinn söng við ýmsar athafnir eins og jarðarfarir en einnig við stærri tækifæri eins og á Íslendingahátíð í Svíþjóð 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmælis lýðveldisins.…