Berlín (1974)

Hljómsveitin Berlín starfaði í nokkra mánuði árið 1974 og lék að öllum líkindum rokk í þyngri kantinum. Fyrir liggur að í upprunalegu útgáfu Berlínar voru þeir Hjörtur Geirsson bassaleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari, Ragnar Sigurðsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari (Eik, Íslensk kjötsúpa o.fl.), síðar voru þeir Gunnar Ágústsson trommuleikari og Magnús Finnur Jóhannsson (Eik o.fl.)…

Trampoline teenage dancing band (1968-69)

Á árunum 1968 og 69 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Trampoline teenage dancing band (en var einnig auglýst bara sem Trampoline). Sveitin lék opinberlega í fáein skipti og þá voru meðlimir hennar Þorsteinn Úlfar Björnsson söngvari og gítarleikari, Ingi Jón Sverrisson gítarleikari, Bragi Björnsson bassaleikari og Friðrik Bridde trommuleikari en einnig er nefndur…

Vor með blústónleika á Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með blústónleika á Café Rosenberg Klapparstíg 27, fimmtudagskvöldið 17. mars næstkomandi klukkan 21:00. Meðlimir Vors eru Ævar Kvaran bassaleikari, Óskar Óskarsson gítarleikari, Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari, Helgi Helgason saxófónleikari, Kristmundur Jónasson trommuleikari og Bergþóra Sigurðardóttir söngkona. Borðapantanir í síma 551 2442.

Dá (1983-86)

Hljómsveitin Dá starfaði í rúmlega tvö ár á höfuðborgarsvæðinu og vakti nokkra athygli fyrir frambærilega söngkonu og óvenjulega hljóðfæraskipan. Dá var stofnuð haustið 1983 og voru meðlimir í upphafi þeir Heimir Barðason bassaleikari og Helgi Pétursson hljómborðsleikari sem höfðu áður verið í Jonee Jonee, þeir fengu til liðs við sig fljótlega annan bassaleikara sem hét…

Dýpt (1969-71)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Dýpt sem samkvæmt heimildum starfaði á árunum 1969-71, ekkert er þó að finna um sveitina í dagblöðum þess tíma utan ársins 1971. Dýpt var ein þeirra hljómsveita sem spilaði á Saltstokk ´71 hátíðinni. Eftir myndum að dæma var fyrst um fimm manna sveit að ræða, en síðar sex…

Litli matjurtagarðurinn (1969-70)

Hljómsveitin Litli matjurtagarðurinn var blússveit sem var stofnuð haustið 1969 upp úr annarri slíkri, Sókrates. Sveitin innihélt bassaleikarann Harald Þorsteinsson og gítarleikarana Eggert Ólafsson og Þórð Árnason sem komu úr fyrrnefndri Sókrates en auk þeirra var Kristmundur Jónasson trommuleikari í sveitinni. Það má segja að einkum hafi gítarsnilli Þórðar vakið athygli á sveitinni en hún…

Stofnþel (1970-75)

Sögu hljómsveitarinnar Stofnþels má skipta í tvö tímabil, raunar má tala um tvær sveitir sem báðar störfuðu stutt. Fyrri sveitin var stofnuð sumarið 1970 og hafði að geyma þá Sævar Árnason gítarleikara, Herbert Guðmundsson söngvara, Kristmund Jónasson trommuleikara, Magnús Halldórsson orgelleikara og Gunnar Hermannsson bassaleikara. Þessi fyrri útgáfa sveitarinnar starfaði einungis til jóla sama ár…