Dýpt (1969-71)

Dýpt

Dýpt

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Dýpt sem samkvæmt heimildum starfaði á árunum 1969-71, ekkert er þó að finna um sveitina í dagblöðum þess tíma utan ársins 1971. Dýpt var ein þeirra hljómsveita sem spilaði á Saltstokk ´71 hátíðinni.

Eftir myndum að dæma var fyrst um fimm manna sveit að ræða, en síðar sex manna. Meðlimir Dýptar virðast hafa verið þó nokkrir og þar af að minnsta kosti þrír trymblar, þeir Pétur Pétursson, Rafn [Erlendsson?] og Kristmundur Jónasson, aðrir nafngreindir meðlimir voru Ómar Óskarsson gítarleikari, Jonni [Jón Ólafsson bassaleikari?], Hlynur Höskuldsson bassaleikari og Gunnar Jónsson söngvari. Gestur Guðnason gítarleikari gæti hafa verið í Dýpt undir lokin en sveitin hætti störfum í árslok 1971.

Gott væri að einhver gæti komið skipulagi á ofangreinda meðlimaflóru, hvenær hverjir skipuðu sveitina, hvort einhverja jafnvel vanti í þessa upptalningu auk annarra upplýsinga.