Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Afmælisbörn 17. júlí 2025

Í dag eru sex afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar (1993 / 2003)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) starfrækti hljómsveit í eigin nafni vorið 1993 en þá var sett á svið sýning á Hótel Selfossi sem bar heitið Leikur að vonum, hún var byggð á tónlist Ólafs og var uppistaðan að einhverju leyti lög sem hann hafði samið fyrir hljómsveitina Mána. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í nokkur…

Afmælisbörn 17. júlí 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona fagnar stórafmæli en hún er fimmtug í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Hjónabandsglæpatríóið (2007-08)

Hjónabandsglæpatríóið var lítil hljómsveit sem virðist hafa verið stofnuð utan um sýningar Þjóðleikhússins á leikritinu Hjónabandsglæpum e. Eric-Emmanuel Schmitt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman í Kassanum árið 2007. Tríóið var skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara, sem komu fram í sýningum á verkinu en þeim lauk um haustið…

Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Afmælisbörn 17. júlí 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Straumar og Stefán (1998 / 2004)

Hljómsveitin Straumar og Stefán var sálarhljómsveit sem segja má að hafi starfað undir þeim formerkjum sem Sálin hans Jóns míns gerði í upphafi en sveitin var einmitt að mestu leyti skipuð meðlimum sem á einhverjum tímapunkti störfuðu í Sálinni. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1998 og lék þá í fáein skipti soul tónlist…

Afmælisbörn 17. júlí 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Skattsvikararnir (1994)

Sumarið 1994 starfaði hljómsveit um nokkurra vikna skeið sem bar heitið Skattsvikararnir en sveitin var eins konar undirleikarasveit Sigtryggs Baldurssonar í gervi Bogomils Font. Bogomil Font hafði sungið með Milljónamæringunum áður en Sigtryggur fluttist vestur um haf haustið 1993 en þegar hann kom til Íslands í frí sumarið 1994 stofnaði hann Skattsvikarana sem lék á…

Afmælisbörn 17. júlí 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er fjörutíu…

Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Groove orchestra (1999)

Óskar Guðjónsson saxófónleikari setti saman hljómsveit fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 1999 undir nafninu Groove orchestra en sveitin lék frumsamið efni eftir Óskar. Sveitin var nokkuð sérstæð að samsetningu en hún var skipuð tveimur trommuleikurum og tveimur bassaleikurum auk Óskars sjálfs, þeir voru Jóhann Ásmundsson rafbassaleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og trommuleikararnir Birgir Baldursson og Matthías M.D.…

Golan (1993)

Golan var skammlíft djass- eða bræðingsverkefni sett saman fyrir Rúrek djasshátíðina vorið 1993. Sveitina skipuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Magnus Johansen píanóleikari, Arnold Ludwig bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Wonderhammondsveitin Ísbráð (1999)

Sumarið og haustið 1999 fór Wonderhammondsveitin Ísbráð um landið með tónleika og lék fönkdjasstónlist, m.a. eftir Stevie Wonder. Meðlimir Ísbráðar voru þeir Einar Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Birgir Baldursson leysti Einar af hólmi þegar haustaði.

Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.

Íslenski hljóðmúrinn (1998-99)

Íslenski hljóðmúrinn var samstarfsverkefni Jóhanns Jóhannssonar og Óskars Guðjónssonar veturinn 1998-99 og e.t.v. lengur. Þeir Jóhann og Óskar léku eins konar tilraunatónlist á tölvu og saxófón og komu fram í nokkur skipti á uppákomum tengdum tónleikaröðinni Tilraunaeldhúsinu sem þá var í gangi.

Nornaseiður (1998)

Djassbandið Nornaseiður var sett saman fyrir eina uppákomu á vegum Jazzklúbbs Akureyrar sumarið 1998 en tilefnið var að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að Miles Davis sendi frá sér plötuna Bitches brew. Meðlimir Nornaseiðs voru Hilmar Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Ólafur Björn…

Astral sextett (1996)

Astral sextettinn var starfandi 1996 og átti þá lag á safnplötunni Súper 5. Meðlimir voru þar Einar Scheving trommuleikari, Þórður Högnason bassaleikari, Hilmar [?] gítarleikari, Árni Scheving víbrafónleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Helgi Björnsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Astral sextettinn.

Hljóð í skrokkinn (2004)

Djasssveitin Hljóð í skrokkinn starfaði um tíma árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Erik Quick trommuleikari og Ólafur Stolzenwald bassaleikari. Líklega varð samstarf þeirra ekki lengra en sem nam fáum mánuðum.

Útlendingarnir (2006)

Hljómsveitin Útlendingarnir var starfandi 2006 og var með einhverju djassívafi. Þetta var tríó skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Scott McLemore trommuleikara og Simon Jermyn bassaleikara. Að öllum líkindum hafa þeir einungis komið saman þetta eina ár.