RGP 103 Blues Band spilar á RVK Bruggfélag

Hljómsveitin RGP 103 Blues Band spilar á RVK Bruggfélag, Tónabíó Skipholti 33, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:30. Meðlimir sveitarinnr eru þeir Rúnar Þór gítarleikari og söngvari, Pétur Stefánsson (PS & co) gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari og söngvari, Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Árni Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel…

Afmælisbörn 9. febrúar 2025

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni,…

Hlykkir (um 1965)

Á sjöunda áratug liðinnar aldar, líklega í kringum miðjan áratuginn var skólahljómsveit starfrækt á Ísafirði undir nafninu Hlykkir (hugsanlega er hún í einhverjum heimildum nefnd Hlekkir en Hlykkir er áreiðanlega rétta nafn sveitarinnar). Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Rúnar Vilbergsson trommuleikari (síðar Þursaflokkurinn o.fl.), Ólafur Guðmundsson söngvari (síðar í BG & Ingibjörg, Grafík o.fl.), Kristján Hermannsson…

Oktettinn Ottó (1996)

Oktettinn Ottó var skammlíf kammersveit sem hélt fáeina tónleika sumarið 1996, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri. Ottó var skipaður þeim Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Margréti Kristjánsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur lágfiðluleikara, Lovísu Fjeldsted sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleika en þau voru þá öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

BG og Ingibjörg – Efni á plötum

BG og Ingibjörg – Þín innsta þrá / Mín æskuást [ep] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 544 Ár: 1970 1. Þín innsta þrá 2. Mín æskuást Flytjendur: Ingibjörg Guðmundsdóttir – söngur Baldur Geirmundsson – saxófónn Gunnar Hólm – trommur Hálfdan Hauksson – bassi Karl Geirmundsson – gítar Kristinn Hermannsson – orgel BG og Ingibjörg –…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörutíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…

Jana (1969-70 / 2002)

Ekki fór mikið fyrir ísfirsku hljómsveitinni Jönu á sínum tíma en þeir vöktu þó nokkra athygli þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1970 og lenti þar í öðru sæti, þá hafði sveitin líklega verið starfandi í um eitt ár að minnsta kosti. Ekki finnast miklar upplýsingar um sveitina en sumarið 1969 voru…

Þursaflokkurinn (1977-84)

Upphaf Þursaflokksins má rekja til haustsins 1977 en þá hafði Egill Ólafsson verið í Spilverki þjóðanna við góðan orðstír. Egill kallaði saman þá Þórð Árnason gítarleikara og Tómas M. Tómasson bassaleikara (sem báðir höfðu komið lítillega við sögu Stuðmanna með Agli), auk Ásgeirs Óskarssonar trommuleikara og Rúnars Vilbergssonar fagottleikara (BG og Ingibjörg o.fl.) og fóru…

Þursaflokkurinn – Efni á plötum

Þursaflokkurinn – Hinn íslenzki þursaflokkur Útgefandi: Fálkinn / Steinar / Íslenskir tónar / Sena / Alda music Útgáfunúmer: FA 006 / FD 006 & FK 006 / IT 303 / SLP 695 / AMLP 040 Ár: 1978 / 1992 / 2009 / 2015 / 2018 1. Einsetumaður einu sinni 2. Sólnes 3. Stóðum tvö í túni…