Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Strax (1986-90)

Saga hljómsveitarinnar Strax er óneitanlega samofin sögu Stuðmanna enda var þetta ein og sama sveitin framan af – útflutningsútgáfa Stuðmanna, segja má að Strax hafi síðar klofnað frá hinum stuðmennska uppruna sínum og orðið að lokum að sjálfstæðri einingu sem fjarskyldur ættingi. Upphaf Strax má rekja til Kínaferðar Stuðmanna en forsagan er sú að árið…

Stuðmenn (1969-)

Hljómsveitin Stuðmenn ber sæmdartitilinn „hljómsveit allra landsmanna“ með réttu, kynslóðirnar eiga sér uppáhalds tímabil í sögu sveitarinnar og í henni hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðru tónlistarfólki, ekki síst vegna þess langs tíma sem hún hefur verið starfandi. Stuðmenn hafa tekið mislangar pásur og birst aftur nýjum kynslóðum sem tekið hafa…

Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

Steinunn Bjarnadóttir (1923-94)

Steinunn Bjarnadóttir leikkona var litríkur persónuleiki sem átti stormasama ævi þar sem skiptust á skin og skúrir en hún var ríflega fimmtug þegar hún gleymd og grafin sló í gegn sem Stína stuð með Stuðmönnum í laginu Strax í dag. Steinunn Bjarnadóttir eða Steinka Bjarna eins og hún var oft kölluð fæddist á Akranesi árið…

Sigurður Bjóla (1952-)

Nafn Sigurðar Bjólu er eitt þeirra stóru í íslenskri tónlistarsögu þótt aldrei hafi mikið farið fyrir honum opinberlega og líklega ætti hugtakið „huldukamelljón“ ágætlega við hann. Hann hefur starfað mest alla ævi að tónlist með einum eða öðrum hætti sem söngvari, hljóðfæraleikari, hljóð- og upptökumaður, höfundur, útsetjari og margt fleira og var t.d. lykilmaður í…

Frummenn (1970 / 2004-06)

Hljómsveitin Frummenn spratt fram á sjónarsviðið sumarið 2005 með nokkru írafári en þegar betur var að gáð kom í ljós að þar var á ferðinni upprunaleg útgáfa Stuðmanna sem hafði ekki komið saman í þrjátíu og fimm ár. Forsaga sveitarinnar er sú að þeir Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon, Ragnar Danielsen og Gylfi Kristinsson tróðu…

Flosi Ólafsson (1929-2009)

Flestir þekkja nafn Flosa Ólafssonar leikara sem einnig var kunnur fyrir störf sín innan leikhússins sem leikstjóri og revíu- og leikritaskáld en hann var jafnframt rithöfundur, pistlahöfundur, hagyrðingur, þýðandi, höfundur áramótaskaupa Sjónvarpsins, kvikmyndaleikari og margt annað. Tónlist kom víða við sögu á ferli Flosa og framlag hans til Stuðmannamyndarinnar Með allt á hreinu er flestum…

Rifsberja (1971-73)

Nokkuð áreiðanlegt er að Stuðmenn hefðu aldrei orðið til án hljómsveitarinnar Rifsberju en hún var undanfari þessarar hljómsveitar allra landsmanna, þótt Stuðmenn hefðu þá reyndar þegar verið komnir fram á sjónarsviðið í fyrstu útgáfu sinni. Rifsberja var stofnuð sumarið 1971 og nokkrum vikum síðar komu þeir fyrst fram opinberlega. Meðlimir voru þeir Þórður Árnason gítarleikari,…