Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Hattarnir (1997)

Hattarnir er eitt af nokkrum nöfnum sem þeir félagar, Halldór Olgeirsson og Sveinn Guðjónsson hafa notað við pöbbaspilamennsku en þeir hafa einnig komið fram undir nöfnunum Svenni og Halli, Svenson og Hallfunkel, Gömlu brýnin og eitthvað meira. Hattanafnið notaði tvíeykið haustið 1997 þegar þeir skemmtu á Gullöldinni í nokkur skipti.

Svensen og Hallfunkel (1997-2004)

Pöbbadúóið Svensen og Hallfunkel skemmti Grafarvogsbúum og nærsveitungum um margra ára skeið í kringum aldamótin en sveitin var þá húshljómsveit á Gullöldinni við miklar vinsældir. Svensen og Hallfunkel (stundum ritað Svenson og Hallfunkel) voru þeir Sveinn Guðjónsson og Halldór Olgeirsson en þeir höfðu starfað saman áður í nokkrum ballhljómsveitum, fyrst með Dansbandinu, síðan Santos, Grand,…

Gömlu brýnin [2] (1989-98)

Hljómsveitin Gömlu brýnin fór mikinn á dansleikjum á síðasta áratug síðustu aldar og náði meira að segja að koma út stórsmelli ásamt Bubba Morthens. Sveitin var stofnuð haustið 1989 af nokkrum gömlum brýnum í tónlistarbransanum svo nafn hennar átti prýðilega vel við, það voru þeir Sigurður Björgvinsson bassaleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari og…

Grand [1] (1988)

Hljómsveit að nafni Grand starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988 og lék nokkuð á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Meðlimir voru þeir Jón Ólafsson bassaleikari, Vignir Bergmann gítarleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari og Halldór Olgeirsson trommuleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra sá um sönginn en allir voru þeir gamalgrónir tónlistarmenn sem höfðu leikið með ýmsum þekktum sveitum…

Völuspá (1992)

Hljómsveitin Völuspá starfaði í nokkra mánuði árið 1992 og lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins, mest þó líklega í Hafnarfirði. Meðlimir Völuspár voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Ágúst Atlason gítarleikari. Sá síðast taldi hætti fljótlega í sveitinni en hinir störfuðu saman fram á haustið, sveitin hafði þá starfað…

Ómar [2] (1964-68)

Hljómsveitin Ómar frá Reyðarfirði var dæmigerð hljómsveit á landsbyggðinni sem sinnti sinni heimabyggð og nágrannabyggðalögum með sóma, lék á dansleikjum fyrir alla aldurshópa og var skipuð meðlimum á ýmsum aldri. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Ómar var stofnuð, sumar heimildir segja hana stofnaða 1964 en saga hennar gæti náð allt aftur til ársins 1962 eða…

Santos (1986-87)

Hljómsveitin Santos var veturinn 1986-87 húshljómsveit í Þórscafé. Sveitin var stofnuð um vorið 1986, hlaut nafn um sumarið og starfaði fram í júní 1987. Meðlimir Santos voru Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari [?], Gunnar Guðjónsson bassaleikari [?], Sigurður Jónsson saxófónleikari [?] og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Þeir Halldór og Sveinn mynduðu síðar dúettinn Svenson og…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…

Alto [1] (um 1960-65)

Hljómsveit að nafni Alto (stundum nefnd Alto kvintett eða Alto sextett) var stofnuð í Hagaskóla á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar, jafnvel 1960 eða 61. Stofnmeðlimir Alto voru Jón Pétur Jónsson bassaleikari, Sveinn Guðjónsson píanóleikari, Sigurður Viggó Kristjánsson trommuleikari, Einar Páll [?] trompetleikari og Guðni Pálsson saxófónleikari en er þeir luku námi tóku aðrir við…