Hot spring (2010-11)

Rokksveit ungra tónlistarmanna úr Þorlákshöfn kepptu vorið 2011 í Músíktilraunum undir nafninu Hot spring en varð ekki svo fræg að komast í úrslit tilraunanna. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurjón Óli Arndal Erlingsson gítarleikari og söngvari, Ragnar Már Þorvaldsson bassaleikari, Arnór Bragi Jóhannsson gítarleikari og söngvari og Bergsveinn Hugi Óttarsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…

Hinir glaðbeittu hálfbræður (1999-2000)

Hljómsveitin Hinir glaðbeittu hálfbræður var starfrækt um og eftir síðustu aldamót og lék á nokkrum dansleikjum. Fyrstu heimildir um þessa sveit eru frá því á þorrablóti í Þorlákshöfn í byrjun ársins 2000 en hún telst líklega vera þaðan, þá skipuðu sveitina Jónas Sigurðsson söngvari og gítarleikari, Jón Haraldsson gítarleikari, Róbert Dan Bergmundsson hljómborðsleikari, Stefán Jónsson…

Head (1968-)

Hljómsveit sem bar nafnið Head var stofnuð fyrir löngu síðan í Þorlákshöfn og hefur hún líkast til starfað með hléum allt til dagsins í dag. Head var stofnuð haustið 1968 af þá ungum mönnum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hjörtur Gíslaon bassaleikari, Einar Már Gunnarsson gítarleikari, Árni Áskelsson gítarleikari…

Söngfélag Þorlákshafnar [3] (1960-)

Söngfélag Þorlákshafnar (stundum kallað Samkór Þorlákshafnar) er með eldri starfandi blönduðum kórum á landinu en það hefur starfað samfellt frá árinu 1960, aldrei hefur þó komið út plata með kórnum. Það var Ingimundur Guðjónsson (faðir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara) sem hafði frumkvæðið að stofnun Söngfélags Þorlákshafnar haustið 1960 en Þorlákshöfn var á þeim tíma nýbyggt að…

Söngfélag Þorlákshafnar [1] (um 1900)

Söngfélag var starfandi í Þorlákshöfn um aldamótin 1900 en á þeim tíma hafði engin þorpsmyndun átt sér stað á svæðinu heldur voru þarna verbúðir og var söngfélagið liður sjómanna í því að stytta sér stundir milli róðra í verbúðarlífinu. Reyndar munu tómstundirnar hafa stundum hafa verið öllu meiri en menn vonuðust til þegar veðurfar leyfði…

Söngfélag Þorlákshafnar [2] (um 1950)

Í kringum 1950 var starfandi söngfélag eða kór undir nafninu Söngfélag Þorlákshafnar um nokkra hríð en um það leyti var þorpið Þorlákshöfn að myndast. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag eða eðli þess en Þorlákshöfn byggðist hratt á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að það hafi verið starfrækt um nokkurra ára…

Splurge (1995)

Hljómsveitin Splurge var úr Þorlákshöfn og keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar og ÍTR. Meðlimir sveitarinnar voru þer Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari, Ingvar G. Júlíusson gítarleikari, Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Þorbjörn Jónsson, í kynningu á sveitinni var hún sögð leika Seattle-rokk. Sveitin komst ekki áfram í Músíktilraunum og ekkert heyrðist…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Clírótes (1976)

Hljómsveitin Clírótes frá Þorlákshöfn starfaði árið 1976 að minnsta kosti og lék þá um sumarið á nokkrum dansleikjum með hljómsveitinni Haukum, sveitin gæti þá hafa verið starfandi í einhvern tíma á undan. Meðlimir Clírótes voru Hjörleifur Brynjólfsson bassasleikari, Heimir Davíðsson [?] og Ómar Berg Ásbergsson gítarleikari og söngvari, samkvæmt myndinni sem fylgir þessari umfjöllun var…

Miranda [1] (um 1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Miranda starfandi í Þorlákshöfn á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1988 en sú sveit var að öllum líkindum skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Jónas Sigurðsson gæti hafa verið meðlima þessarar sveitar.

Baun (1995-96)

Hljómsveit að nafni Baun starfaði í Þorlákshöfn veturinn 1995 til 96 að minnsta kosti. Meðlimir Baunar voru Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Ágúst Örn Grétarsson söngvari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari. Þannig skipuð var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar en af einhverjum ástæðum mætti hún ekki, að öllum líkindum hefur…

Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum. Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…

Tikkal (1999)

Tríóið Tikkal frá Þorlákshöfn var starfandi 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Hjörtur Rafn Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Grétar Ingi Erlendsson trommuleikari og Jón B. Skarphéðinsson bassaleikari skipuðu þá sveitina sem komst í úrslit. Síðar sama ár keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni, komst ekki í úrslit en lag með henni kom þó út…