Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Url (1998-2003)

Hljómsveitin Url hlaut nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, sendi frá sér lag á safnplötu sem naut vinsælda og virtist vera að fá athygli frá erlendum útsendurum plötuútgefenda. Ekkert varð þó úr því og fljótlega eftir að sveitin sendi frá sér sína fyrstu og einu plötu hætti hún störfum. Upphaf Urls má rekja til samstarfs…

Greatest Low (2006-10)

Greatest Low var sólóverkefni Þrastar Jóhannssonar (Url, Moonboots o.fl.) sem hann starfrækti á árunum 2006 til 2010. Um var að ræða eins konar hljóðvers verkefni en Þröstur kom aldrei fram opinberlega undir þessu nafni, hann vann m.a. tvö lög (Morning sun og All we have is now) fyrir kvikmyndina Óróa sem var frumsýnd haustið 2010,…

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Blekking (1993)

Hljómsveitin Blekking frá Vestmannaeyjum keppti í Músíktilraunum vorið 1993 en hafði ekki erindi sem erfiði þar enda mun tónlist sveitarinnar hafa verið nokkuð á skjön við það sem þótti móðins á þeim tíma í tilraununum, þrátt fyrir ágæt tilþrif að sögn. Meðlimir Blekkingar voru Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjörnsson gítarleikari, Guðrún Á.…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Da Kaine (2006-07)

Hljómsveitin Da Kaine var starfandi 2006 – 07 og innihélt Garðar Örn Hinriksson söngvara, Matthías Baldursson hljómborðs- og bassaleikara, Þröst Jóhannsson gítarleikara og Finn Pálma Magnússon slagverksleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða hvort hún sé enn starfandi.

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1989 og voru fyrstu meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson hljómborðsleikari, Þröstur Jóhannsson gítarleikari og Einar Björn Árnason söngvari en…

Redicent (1996)

Hljómsveit Redicent var starfandi 1996. Hún átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996) og var þá skipuð þeim Þresti Jóhannssyni söngvara og gítarleikara, Páli Arnari bassaleikara, Kjartani Þórissyni trommuleikara og Þresti E. Óskarssyni hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.