Afmælisbörn 9. mars 2017

Anna Pálína - Best

Anna Pálína Árnadóttir

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni

Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og sex ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður Tónlistarbandalags Íslands um tíma.

Anna Pálína Árnadóttir (f. 1963) vísnasöngkona, plötuútgefandi og fleira átti einnig afmæli á þessum degi en hún lést 2004 aðeins 41 árs. Hún var ein Vísnavina og komu út lög með henni á plötum þeirra, en einnig gaf hún út fjölmargar plötur ásamt eiginmanni sínum, Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni, þar sem þau fluttu fjölbreytilegt efni, ennfremur komu út sólóplötur með henni auk platna sem hún vann með Draupner og Gunnari Gunnarssyni píanóleikara. Allar komu þessar plötur út á vegum Dimmu, útgáfufyrirtækis þeirra hjóna. Þekktasta lög Önnu Pálínu eru líklega barnalögin Krúsilíus og Bullutröll.