Þrír gæjar (1995)

Hljómsveitin Þrír gæjar var skipuð rokktónlistarmönnum í eldri kantinum með Garðar Guðmundsson söngvara (Rokkbræður, Gosar o.fl.) í fararbroddi. Ekki liggur fyrir hvort Garðar var einn hinna Þriggja gæja eða hvort um var að ræða tríó auk hans, alltént vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem starfaði árið 1995 og lék í nokkur skipti á dansstöðum…

Þrír á palli [2] (1999)

Engar upplýsingar er að finna um austfirsku þjóðlagasveitina Þrjá á palli en hún mun hafa starfað 1999. Allar upplýsingar um þessa sveit væru þ.a.l. vel þegnar.

Þrreyttirr þarrmarr (um 1995-2000)

Pönksveit sem bar heitið Þrreyttirr þarrmarr starfaði líklega um eða eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, jafnvel nær aldamótunum. Litlar sem engar heimildir er að finna um sveitina en Einar Valur Bjarnason Maack gæti hafa verið gítarleikari í henni. Allar upplýsingar þ.a.l. má senda Glatkistunni.

Þrívídd (1986-88)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Glóru) starfrækti um tíma á níunda áratugnum hljómsveitina Þrívídd sem gerði út á sveitaböll á Suðurlandi en þar fór hann mikinn um það leyti, rak og var í sveitum eins og Kaktus og Karma einnig. Þrívídd var sett á laggirnar um vorið 1986 og í byrjun voru auk Labba sem lék…

Þríund [1] (1994-99)

Tríóið Þríund starfaði um árabil á Húsavík og lék á margs kyns skemmtunum og böllum nyrðra. Reyndar lék sveit með þessu nafni í nokkur skipti sunnan heiða á þessum en ekki er ljóst hvort um sömu sveit er að ræða. Það hlýtur þó að teljast líklegt. Meðlimir Þríundar voru bræðurnir Sigurður og Þórarinn Illugasyni gítar-…

Þrír undir sama hatti (1970)

Þjóðlagatríóið Þrír undir sama hatti starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og fór víða á þeim stutta tíma. Meðlimir Þriggja undir sama hatti voru þeir Moody Magnússon söngvari og bassaleikari og Sverrir Ólafsson söngvari og gítarleikari sem höfðu skömmu áður starfrækt dúettinn Útlaga, og Hörður Torfason söngvari og gítarleikari sem þá hafði verið að stíga…

Þrumur og eldingar (1991)

Þrumur og eldingar var rokksveit, hugsanlega í harðari kantinum, sem starfaði sumarið 1991 að öllum líkindum á Norðurlandi en hún lék á rokkhátíð á Húsavík það sumar. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Þrjú á palli – Efni á plötum

Þrjú á palli – …eitt sumar á landinu bláa Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG 025 / SGCD 025 Ár: 1970 / 1992 1. …sem kóngur ríkti hann 2. Hæ, hoppsa-sí 3. Hífum í, bræður 4. Hásætisræða Jörundar 5. Hæ, hoppsa-sa 6. Í sal hans hátignar 7. Ó, ég dái þig 8. Vöggusöngur Völu 9.…

Þrjú á palli (1969-80)

Þjóðlagasveitin Þrjú á palli skipar sér í hóp þekktustu sveita af sinni tegund hérlendis, hún naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa mörg laga sveitarinnar orðið sígild og heyrast þ.a.l. enn spiluð í útvarpi og útgefin á safnplötum. Hálfgerð tilviljun réði því að tríóið varð að veruleika en Jónas Árnason hafði um haustið 1969…

Afmælisbörn 28. júlí 2017

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er þrjátíu og átta ára gömul á þessum degi. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002,…