Afmælisbörn 3. september 2017

Jóhann Eymundsson

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru tvö talsins á þessu degi:

Bergur Thomas Anderson bassaleikari er tuttugu og ára ára gamall. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather change en í dag leikur hann með Grísalappalísu og Oyama, sem báðar hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Jóhann Eymundsson (fæddur 1927 á Patreksfirði) átti einnig afmæli þennan dag en Jóhann lék á harmonikku í Hljómatríóinu um sautján ára skeið á sínum tíma, tríóið lék m.a. undir hjá Alfreð Clausen á einni 78 snúninga plötu. Hann samdi einnig lög og tók þátt í sönglagakeppnum SKT. Jóhann lést 2007.