Afmælisbörn 3. apríl 2018

Silli Geirdal

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag:

Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarssonar) bassaleikari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði hann dúettinn Black diamond ásamt Geir Ólafssyni. Silli hefur aukinheldur starfað við upptökur.