Beðið eftir Fimmunni

Beðið eftir Fimmunni
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Það er ys, það er þys,
það er ys og þys á laugardagskvöldi í Reykjavík.
Það er ys og þys
um borgina alla,
lögregluþjónarnir veifa og kalla.

Virtari þegnar
í partíum svalla
meðan skítugir rónar um göturnar lalla.
Það er ys, það er þys í Reykjavík.

Borgin brátt æsir
sinn laugardagsleik,
lífið er magnað og margir í kippnum.
Það er ástfangið ungpar
í eldheitum sleik
undir ónýtum bát sem liggur í Slippnum.
Það er ys, það er þys í Reykjavík.

Heimsins glaumur má klingja fyrir mér,
sæludraumur er að sitja hér.
Sá sem skilur hann finnur, getur og fær.
Það er ys, það er þys í Reykjavík.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]