Ást í yfirtíð

Ást í yfirtíð
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég er að reyna að bjalla á kontórinn
með tól á kinn, ekkert svar.
Á ég í bræði að brjótast þangað inn
með atgeir minn, ertu þar?
Er það satt sem ég heyri,
er það satt sem ég sé, er það satt?

Viðlag
„Þegar ég er í kippnum og kominn í stuð til að dansa
fækka ég fötum og fæst ekki til að stansa.“

Hvað eruð þið að bralla bara tvö
eftir sjö ein í yfirtíð.
Eruð þið að svalla, svarið mér máttarvöld,
aleinn heima bíð.
Er það satt sem ég heyri,
er það satt sem ég sé,
er það satt er það satt?

Viðlag

Sóló

Þegar ég er sendur út á land, er þá stand
á þér og bossinum.
Gerist hann þá grand, með bús og bland,
er þá funi í kossinum.
Er það satt sem ég heyri,
er það satt sem ég sé,
er það satt er það satt?

Viðlag

Hann skal fá að heyra, fuglasöng í eyra næsta vor.
(Hann er með hor).
Hann skal fá að heyra, fuglasöng á árshátíðinni.
Hann skal fá að heyra, fuglasöng og fleira næsta vor.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum]