Sigurþór vélstjóri

Sigurþór vélstjóri
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)                                

Hetja Íslands klífur sollinn sæ
einn með ungum orðinn hálfgert hræ.
Hryggur vélstjóri með úfinn haus,
veit að frúin gengur laus
en þetta er lífið sem hann kaus.

Litglöð stendur hún og drekkur dræ,
daðursleg á leið í Glæsibæ.
Draumur lífsins þarna inni býr,
gleðin yfir hverjum fýr
og vonin um að hann sé hlýr.

Sigurþór vélstjóri hefur áhyggjur,
Sigurþór vélstjóri hefur áhyggjur,
Sigurþór vélstjóri hefur áhyggjur
en það er enginn að pæla neitt í því.

Hann smurolíukönnunni segir öll sín dýpstu leyndarmál,
í huga hans hver skiptilykill hefur eignast sína eigin sál.
Í eigin huga aleinn hefur lifað ótal æði erfið ár
í snittolíufötuna falla öll hans smurolíutár.

Litglöð stendur hún og drekkur dræ,
daðursleg á leið í Glæsibæ.
Draumur lífsins þarna inni býr,
gleðin yfir hverjum fýr
og vonin um að hann sé hlýr.

Sigurþór vélstjóri hefur áhyggjur
en það er enginn að pæla neitt í því.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]