Elskar þú mig á morgun?

Elskar þú mig á morgun
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Í nótt mér unnir þú einum,
þín ást var heit, í leynum.
Í nótt ég sá það allt í augum þér.
Elskarðu mig á morgun?

Er þetta ást eða leikur?
Er þetta bál eða reykur?
Ég vildi alltaf vera í faðmi þér.
Elskarðu mig enn á morgun?

Í nótt þú gafst mér gjafir s
em gefast aðeins fyrsta sinn.
Ég hélt þér fast í fangi.
Og mér fannst að ég væri þinn..

Nú birtir brátt af degi,
ég brátt er einn á vegi.
En segðu mér, þitt svar minn dómur er
Elskarðu mig á morgun?

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Eina ósk]