Á morgun
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)
Á morgun, þetta sama svar,
það sama alls staðar, bæði‘ í dag og gær.
Á morgun, það verður varla senn.
Veit ég ekki enn hvað klukkan slær?
Ég læt ekki deigan síga
ég er fæddur til að stíga dans.
„Á morgun, á morgun,“ er mér sagt.
Margt er á mig lagt fyrir drauminn minn.
„Á morgun, á morgun,“ uns ég dey.
Meira get ég ei, ég er uppgefinn.
Ég læt ekki deigan síga
ég er fæddur til að stíga dans.
Tónlistin mig fyllir, fegurðin mig tryllir,
fætur mína gyllir,
heimur allur fer að hljóma.
Sorgir þínar deyfðu, hristu þig og hreyfðu,
hrópaðu og leyfðu
angistinni í gleði‘ að óma.
Á morgun. Ó, morgundagur kær,
þú mjakast ekkert nær mér til háðungar.
Á morgun. Og mér sem liggur á.
Mun ég ávallt fá þetta sama svar?
Ég læt ekki deigan síga
ég er fæddur til að stíga dans.
[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]