Hjá Samma

Hjá Samma
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)

Þeir sem eru eitthvað eða eru að gera eitthvað
eru hér í kvöld
því allir djamma hjá Samma.
Fáðu þér sæti og sýndu á þér kæti
í sælli gestafjöld.
Já allir djamma hjá Samma.

Góðan daginn, gangtu í bæinn,
gríptu þér hanastél.
Sammi vill bara að þú látir þér líða vel.
Hér er þrasað mjög og masað.
Mér er ekki um sel.
Aftaninn langa
leita menn hér fanga,
makka hér og maga.
Gróusögur ganga
því á dansgólfinu vangað er.

Þeir sem eru eitthvað eða eru að gera eitthvað
eru hér í kvöld
því allir djamma hjá Samma.

Pólitíkusarnir
fljótlega‘ eru farnir.
Nú finnast engar varnir, nú má rekja úr þeim garnirnar.

[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]