Sumarliði er skilinn

Sumarliði er skilinn
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Hvað hef ég til saka unnið,
sem veldur því að ég er alltaf einn.
Er ég þurr og þyngslalegur,
er ég ekkert skemmtilegur.
Er ég ekki nógu hreinn og beinn.

Eldur hjartans hefur brunnið
og mikið vatn til sjávar runnið,
frá því að ég síðast kyssti þig.
Þú ert farin, öðrum gefin.
Hjá mér vaknar illur efinn:
eruð þið að tala illa um mig.

Ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér,
ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér.
Þó hann fái hennar ástar að njóta,
hann á einstaklingsíbúð og uppgerðan Skóda.
Ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér, ekki mér.

Ég fer í Þórskaffi um helgar,
þar mæta Frakkar, Rússar og Belgar.
Þeir hirða frá mér flest öll fljóðin,
ég rölti dapur heim og krota ljóðin.

Ég er ávallt úlpuklæddur,
ástsjúkur og raunamæddur.
Rita rímuð orð og sendi þér.
Ég et minn mat í mötuneyti,
enginn veit þar hvað ég heiti,
gleðin fer í taugarnar á mér.

Ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér,
ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér.
Þó hann fái hennar ástar að njóta,
hann á einstaklingsíbúð og uppgerðan Skóda.
Ekki vorkenna mér, ekki vorkenna mér, ekki mér.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Venjulegur maður]