Bólstaðarhlíð 7

Bólstaðarhlíð 7
(Lag / texti: Kjartan Ragnarsson)

Ég get ekki sagt þér frá glæp
á geði er ég alls ekki tæp,
og mín saga er smá
eins og sagt er um þá
sem að ganga‘ ekki um götur og æpa.
En ég átti hjóhýsi og hús
og himneska skartgripakrús,
en kvöld eitt með kurt
kallinn fleygði mér burt,
og börnunum Fjólu og Fúsa.

Öll flottheitin fékk hann með glans,
því flest var á nafninu hans.
Okkar sambúð í synd
hafði svofellda mynd,
þegar kallinn sér krækti í sjansa.
Þess gætti að við vorum ei gift,
svo að góssinu var ekki skipt,
allt húsið var hans þessa hátekjumanns,
hann bara vék mér í burtua með vansa.

Nú bý ég með börnin mín tvö
í Bólstaðarhlíð númer sjö.
Það er djöfulsins drasl
þegar déskotans basl,
nú einstigið alein ég þramma.
Ég er einstæð móðir og aum
ef einhver vill gefa því gaum.
Og ég sæki í synd
svona í einhverri mynd,
hvern föstudag fer ég að djamma.

Þegar ballið er búið og allt,
þá er berleggja einstæðing kalt.
Það er gamanlaust grátt,
ganga ein heim um nátt
þegar rok er og rigning til ama.
Svo ef herra vill hlúa að mér
með bæði hita og orku frá sér,
þá er viðnám mitt veikt
og mitt viljaþrek deigt,
svo endar þetta á þessu sama.

Ójá, svínarí leyfa þeir sér,
þeir sem sækjast hvað mest eftir mér,
og auðvitað er ég
ekki alltaf jafn treg.
Við mínum girndum er ekkert að gera.
Og í vonbrigðum vakna ég ein,
og ég velti mér fram úr of sein.
Þetta er leiðinda líf
svo ég leyfi mér kíf.
Það er mikið hvað maður má bera.

[af plötunni Saumastofan – úr leikriti]