Í verum

Í verum
(Lag og texti: Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)

Áður var nóg af síld í sænum
sunnan frá Gerpi að Skagatá,
þá var nú fjör í fiskibænum,
flogist og sopið á.
Braskarar voru þá fljótir að fitna,
fengu stelpurnar meira en nóg,
nú er sko orðin öldin önnur,
ekki fæst bein úr sjó.

Gefi nú góðan byr
og glannaleg síldarköst,
svo koppurinn fyllist
og kafteinninn tryllist
og kraumi í blárri röst.
Svo höldum við hafnar til
og heilsum með gleðibrag
þeim lífsglöðu meyjum
sem löngum við þreyjum
og létta okkur strangan dag.

Úr suðrinu fljúga sólskinsdagar,
sumarið heilsar um strönd og ver,
lifna þá aftur landsins hagar
og lífið í brjósti mér.
Ungir við leitum ævintýra
á ólgandi veraldar rútunni
þar til að endingu loks við lendum
á lífstíðarskútunni.

Gefi þá góðan byr
og glannaleg ástarköst
þó krakkarnir argi
og kerlinging gargi
og kraumi í hjónabandsröst.
Stýrum því strikið enn
og stefnum til betri hags
þó sjóði á keypum
og syngi í reipum
til síðasta Lokadags.

[m.a. á plötunni Ási í Bæ – Undrahatturinn]