Kútter Lars

Kútter Lars
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Kútter Lars var lekahrip
og nú er hann sokkinn.
En annars var hann ágætt skip
og nú er hann semsé sokkinn.

Á seglum hans voru hundrað göt
og nú er hann skkur.
Og sum voru gömul sængurföt
og nú er hann semsé sokkinn.

Og hátt hann sigldi um hafið blátt
og nú er hann sokkinn.
En aldrei reyndar í rétta átt
og nú er hann semsé sokkinn.

Hann rak stundum alveg út á mið
og nú er hann sokkinn.
En þar helst þá enginn þorskur við
og nú er hann semsé sokkinn.

Og þegar hvessti þoldi‘ hann allt
og nú er hann sokkinn.
Og stundum heilan hring hann valt
og nú er hann semsagt sokkinn.

Og alltaf sótti hann upp í land
og nú er hann sokkinn.
Og sjö sinnum hann sigldi í strand
og nú er hann samsé sokkinn.

[af plötunni Roðlaust og beinlaust – Þung er nú báran]