Ég beið þín

Ég beið þín
(Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Ég beið þín lengi, lengi,
mín liljan fríð,
stillti mína strengi
gegn stormum og hríð.
Ég beið þín undir björkunum í Bláskógahlíð.

Ég leiddi þig í lundinn,
mín liljan fríð,
sól skein á sundin
um sumarlanga tíð.
Og blærinn söng í björkunum í Bláskógahlíð.

Leggur loga hjarta,
mín liljan fríð,
frá hjarta til hjarta
um himinhvelin við.
Og blítt er undir björkunum í Bláskógahlíð.

[m.a. á plötunni Kveldúlfskórinn – Árin með Imbu]