Hrafninn flýgur um aftaninn

Hrafninn flýgur um aftaninn
(Lag / texti: erlent lag / Hannes Hafstein)

Hrafninn flýgur um aftaninn,
haninn galar um miðjar nætur.
Súptu‘ á aftur, séra minn.
Hæ, hæ! Hrafn flaug að bæ.

Súptu‘ á aftur, séra minn!
Sefur hún ei, þín kæra vina?
Óttast þú krumma‘ um aftaninn?
Hæ, hæ! Hrafn flaug að bæ.

Óttast þú krumma‘ um aftaninn?
Er ekki Gunnar löngu sofnuð?
Hvað ertu‘ að tala um trúskapinn?
Hæ, hæ! Hrafn flaug að bæ.

Hvað ertu‘ að tala um trúskapinn?
Taktu þér ei svo lítið nærri.
Súptu‘ á heldur, séra minn!
Hæ, hæ! Hrafn flaug að bæ.

Hrafninn flýgur um aftaninn.
Hann og fleiri‘ eru svona gerðir.
Súptu‘ á ennþá, séra minn.
Hæ, hæ! Hrafn flaug að bæ.

[m.a. á plötunni Kór Hafnarfjarðarkirkju – Það aðeins yndi fann ég]