Kveðið eftir vin minn

Kveðið eftir vin minn
(Lag / texti: Hörður Torfason / Halldór Laxness)

Þú varst alinn upp á trosi
í lífsins ólgusjó,
síðan varstu lengi á opnum báti
í lífsins ólgusjó,
og þjóraðir brennivín í landlegum
í lífsins ólgusjó.
Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgusjó.

Seinna fórstu á skútu
í lífsins ólgusjó,
og þú varst mesti helvítis klámkjaftur
í lífsins ólgusjó,
og þú varst mesti andskotan slagsmálahundur
í lífsins ólgusjó.
Þér hefði svei mér verið nær að gifta þig
í lífsins ólgusjó.

Margt kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á vör,
og hnigið síðan undir borðið
með sigurbros á vör.
Og nú ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á vör,
og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á vör.

[m.a. á plötunni Hörður Torfason – Hörður Torfason syngur eigin lög]