Tólftommutöffarar

Tólftommutöffarar
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Tólftommutöffarinn í útvarpinu talar
oní lagið sem að minnir mig á þig.
Ég ætlaði að segja eitthvað reglulega rómó
en hamborgaratilboðið truflaði mig.

Ringlaður ráðherrann í sjónvarpinu raupar
út af einhverju sem varðar mig og þig.
Ég ætlaði að segja eitthvað reglulega póló
en hamborgaratilboðið truflaði mig.

Viðlag
Hamborgaratilboðið truflaði mig.
Hamborgaratilboðið truflaði mig.
Hamborgaratilboðið truflaði mig.
Hamborgaratilboðið truflaði mig.

Sérvitur sjálfumglaður fræðingurinn fjallar,
fjárinn hafi það um ofurmennið sig.
Ég ætlaði að segja eitthvað geysilega kúttó
en hamborgaratilboðið truflaði mig

Viðlag

Sóló

Það truflaði mig, það truflaði mig,
hamborgaratilboðið truflaði mig.
Hamborgaratilboðið truflaði mig.
Hamborgaratilboðið truflaði mig,
hamborgartilboðið,
hamborgaratilboðið,
hamborgaratilboðið truflaði mig.

Tólftommutrúspekingur malar bara og malar,
telur fjandann vilja vingast mjög við mig.
Ég ætlaði að segja eitthvað rusalega jóló
en hamborgaratilboðið truflaði mig.

Viðlag x3

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]