Endurtekningarlagið

Endurtekningarlagið
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég er í vanda með Jón bróður minn,
þetta er allt í lagi þegar hann þegir.
En þegar hann talar þá versnar í því.
Því hann endurtekur allt sem hann segir.

Þegar við komum á bæ upp í sveit,
hann klúðraði öllu með orðum.
Og bóndinn þar brjálaður á okkur leit
og henti okkur burtu frá borðum.

Viðlag
Ég endurtek, endurtek, endurtek, endurtek, endurtek,
endurtek, endurtek, ekki neit, neitt, neitt.
Ég endurtek, endurtek, endurtek, endurtek, endurtek,
endurtek, endurtek, ekki neit, neitt, neitt.

Já hann endurtók allt sem að karl hafði sagt
og enginn komst að fyrir honum.
Hann kjaftar og malar og blikkar í takt
og hneykslast á málglöðum konum.

Svo lýgur hann látlaust hann Jón bróðir minn
og aldrei sömu sögurnar segir.
Samt er hann og verður albesta skinn
og ég sakna hans þegar hann þegir.

Viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]