Speglasalurinn

Speglasalurinn
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir)

Ef  spegillinn gæti talað þá myndi
hann segja við mig að ég væri
fegurst, flottust og fimust.
Það myndi hann segja við mig.

En ef að það væri eitthvað
sem mér líkaði ekki við,
ég skæri það burt og límdi svo nýtt
sem ætti þá betur við mig.

Ég ætla að punta, punta, punta,
gera mig fína, fína fína.
Síðan að púðra, púðra, púðra,
allir mig vilja, vilja, vilja.
Ég er svo æðisleg og lang, lang flottust.
Að allir bara verða mig að sjá.

Ég ætla að punta mig alla
og pússa mig líka að utan
svo ég verði svaka sæt.
Alveg rosalega skæs.

En ef að það væri eitthvað…

Ég ætla að punta, punta, punta…

Ég er lang, lang sætust.
Já alveg örugglega flottust.
Ég ber alveg af, engin spurning er um það.
Því ég er svo alveg svakalega sæt.

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]