Hep tú, hep tú

Hep tú, hep tú
(Lag / texti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir)

Hep tú, hep tú, hep tú,
hep tú, hep tú, hep tú…

Þeir sem ætla í lífvörðinn,
þeir verða að kunna margt.
Kunna að þegja, kunna að
hlýða, kunna að gera næstum allt.
Að þekkja hægri og þekkja vinstri.

Þeir eru engir vælukjóar, nei.
Þeir standa hér,
fórna sér saman sem einn.
Enda fádæma fagur her.

Hep tú, hep tú, hep tú, hep tú.
Þeir sem ætla í lífvörðinn
þeir verða að kunna margt.
Kunna að bukka,
kunna að beygja, kunna
að gera næstum allt.
Að þekkja hægri og þekkja vinstri.

Hep tú, hep tú, hep tú …

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]