Litir

Litir
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir)

Við erum hér sem ávextir og ber, löng og mjó og lítil stór.
Við erum hér sem ávextir og ber, gul og rauð og græn í kór.

Komdu með í lítið ævintýr, leggðu eyrun við og þú munt fá að koma
með í lítið ævintýr, hver veit hvaða hluti þú munt sjá.

Hvar sem er, já hvar sem er í dag við viljum ást og bræðralag.
Hvar sem er, já hvar sem er í dag, við viljum flytja ykkur brag.

Komdu með í lítið ævintýr, leggðu eyrun við og þú munt fá að koma
með í lítið ævintýr, hver veit hvaða hluti þú munt sjá.
Litla, stóra, langa ávexti gula, rauða, græna ávexti.
Sæta safaríka ávexti.
Meiriháttar mjúka ávexti.

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]