Þú átt að gera allt

Þú átt að gera allt
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni orvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir)

Þú átt að gera allt.
Þú átt að þjóna okkur.
Þú átt að gera nákvæmlega allt
sem við skipum þér.
Og helst svona tvisvar sinnum
meir og meira en það.

Þú átt að sópa gólf.
Þú átt að þurrka af.
Þú átt að gera nákvæmlega allt
það sem við skipum þér
og helst svona tvisar sinnum
meir og meira en það.

Því þú ert vinnuþræll.
Hefur engan rétt
og svo ertu bæði ljót og leiðinleg.
Enginn skilur þig.
Þú ert ömurleg.
Við hin erum einfaldlega
æði, æði, æði, æði skæð.

Þú átt að gera allt, þú átt að taka til.
Þú átt að gera nákvæmlega allt það
sem við skipum þér og helst svona
tvisvar sinnum meir og meira en það.

Þú átt að strauja þvott,
þú átt að vaska upp.
Þú átt að gera nákvæmlega allt það
sem við skipum þér og helst svona
þrisvar sinnum meir og meira en það.

Því þú ert vinnuþræll…

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]