Hver ert þú?
(Lag og texti; Magnús Kjartansson)
Hver ert þú
sem í leyni liggur?
Hvernig á ég helst að vara mig á þér.
Hver ert þú
sem í myrkrinu læðist?
Ég vildi að þú kæmir fram og mættir mér.
Vont er að berjast við það sem þú ekki sérð
en finnur nálægt hvert sem þú ferð.
Ég sæki kraft í ljósið því að lokum það sigrar þig.
Hver ert þú
sem blindar og blekkir?
Mikið vildi ég gefa fyrir skottið á þér.
Hver ert þú
í hæla mér bítur?
Hvernig næ ég helst að sparka þér frá mér?
Sem leyniskyttan læðist þú um allt
og dagar uppi þar sem dimmt er og kalt.
Á bak við þunnu tjöldin þú felur þig ekki meir.
Ég mun þér verjast endalaust
og berjast þindarlaust
þó oft erfit það sé.
Ég ekki lengur hræddur er
í heiminn fæddur er
til að sigrast á þér.
Hver ert þú
sem eyðir með eldi?
Ekki er mér mikill vandi að slökkva í þér
sem hræðir með hlátri
og hæðist að þeim sem ekki heyra í þér.
Ég ekki lengur beygi mig
hve mikið sem þú teygir þig,
þú nærð ei taki á mér.
Hver ert þú …
[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]