Afmælisbörn 12. janúar 2019

Rúnar Þórisson

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag:

(Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni Jónssyni á sólóplötum hans. Á síðari árum hefur Rúnar gefið út sólóplötur og plötur í félagi við aðra. Rúnar er faðir söngkvennanna Margrétar og Láru Rúnars.