
Erla Ragnarsdóttir
Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag:
Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla var einnig í dúettnum Þær tvær sem gaf út efni á sínum tíma, og hefur sungið á sólóplötum tónlistarmanna að austan, eins og Grétu Sigurjónsdóttur og Guðmundar R. Gíslasonar. Hún hefur alið manninn í Hafnarfirði síðustu árin.