Grjót

Grjót
(Lag Stefán Hjörleifsson / texti Daníel Ágúst Haraldsson)

Urðað blóm,
grafin rót í grjóti.
Ótrúlegt
að það rótum skjóti.

Fjallarós
falin rót í bjargi.
Blæðir út,
flæðir út – úr fjalli blóð.

Brotnar niður berg
breytist grjót í sand.
Brætt í gler og glas
sem þú drekkur af.

Barið grjót.

Loga ljós,
iðrarót í logum,
flekamót
færast til og skelfa jörð.

Hvert eitt korn
gerir klett sem stendur.
Sérhvert korn
býr til strendur.

Brotnar niður berg
breytist grjót í sand.
Brætt í gler og glas
sem þú drekkur af.

Barið grjót.

[af plötunni Nýdönsk – Hunang]