Hunang

Hunang
(Lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson)

Andlega hliðin
þyrnum stráð
á rósabeði.

Holdlega hliðin
hjúpað vax
hýsir líf, hýsir gleði.

Ávala hylki,
gula hús,
heimili hundrað þúsund þegna,
vaxandi hunang
fyllir bú.
&nbsp
Býkúpudrottning – flögrandi
suðar í mér.
Hunang býflugnanna – flæðandi
fyllir mín ker.
Býflugnabroddur – ögrandi
býður mér fár.
Hunang býflugnanna – græðandi
hylur mín sár.

Sexhyrndu hólfin
yfirfull.
Virðist sem vetrarforðinn hrökkvi.
Fljótandi hunang
flæðir út.

Býkúpudrottning – flögrandi
suðar í mér.
Hunang býflugnanna – flæðandi
fyllir mín ker.
Býflugnabroddur – ögrandi
býður mér fár.
Hunang býflugnanna – græðandi
hylur mín sár.

Sál virðist ofurseld
seiðmagni hunangs.

[af plötunni Nýdönsk – Hunang]