Piparmeyjar-vínarkrus

Piparmeyja-vínarkrus
Lag / texti: Guðjón Matthíasson / Byggur Blái [dulnefni]

Ég held ungar stúlkur ættu,
að því vel að gá,
enga angurapa
í sig láta ná.
Þótt þeir fagurt talað geti
og góðu lofað mey.
Best er vörn í blíðu og stríðu
bara að segja nei.
Veist er best í veröldinni
að vera piparmey.

Þegar síðan yfir okkur
árafjöldinn læðast fer,
þá er blessun allra besta,
að búa ein og sér.
Fyrir kvabbi karla frekra,
og krakka að hafa frið,
og veita aldrei ólmum manni
einnar stundar grið,
En fá að halda frelsi sín
fram í andlátið.

[af plötunni Sverrir Guðjónsson og Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – [ep]