Afmælisbörn 15. mars 2020

Sigurður Guðmundsson

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni:

Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið og leikið á hljóðfæri á tugum ef ekki hundruðum platna síðustu árin. Sigurður er einnig útsetjari, upptökumaður og sjálfsagt eitthvað miklu meira.