Ástin ein

Ástin ein
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Veraldarvonska
virðist svo stór,
fullur ráðvilltrar reiði
ég refilstig fór.
Við kynni af þér
var eins og hvíslað að mér:
Aðeins ástin ein,
ástin hrein,
ástin ein,
læknar öll mein.

Stundum allt sýndist sárt,
ljótt og vonlaust.
Mig dreymdi og drakk
dáðlaus vín.
Ég byggði á sandi.
Lokið var mér,
lífið gafst þú mér.

Vonin og viljann
þú veittir mér þá,
svo hugarró hélt ég
er varstu hrifin mér frá.
Gegnum gleði sem dvín,
ég geymi orð þín.
Aðeins ástin ein,
ástin hrein,
ástin ein,
hún læknar öll mein,
er okkar einasta ljóð,
sefað fær sorg,
hamið fær hatur,
stöðvað fær stríð.

[af plötunni Roof tops – [ep]]