Spilltur heimur

Spilltur heimur
(Lag og texti Jóhann G. Jóhannsson)

Við lifum öll í spilltum heimi,
sem gefur engum grið.
Þar sem samviska er engin til
og lítil von um frið.
Þar sem tortryggni og sjálfselska
sér eiga engin mörk,
þar sem jafnrétti og bræðralag
eru orð á hvítri örk.

Bissnessmenn þeir vilja stríð,
svo seljist þeirra vopn,
af þeirra völdum er heimurinn
sem skíðlogandi ofn,
og saklaust fólk, fyrir þeirra náð,
er myrt og svelt í hel,
en hvaða máli skiptir það,
meðan okkur líður vel?

Við Íslendingar erum þjóð,
sem þolir ekki blóð,
látum hundraðkall í sjóð
og teljum okkur góð.
Og allar þjóðir eru eins,
þær hugsa bara um sig,
og sömu sögu er hægt að segja
bæði um mig og þig, því þetta er spilltur heimur.

[m.a. á plötunni Bítlar og blómabörn – ýmsir]