Nýr heimur

Nýr heimur
(Lag / texti: Sálin hans Jóns míns / Stefán Hilmarsson)

Göngin eru löng og þau gleypa mig með húð og hár.
Ganga af mér dauðum og kreista úr mér rjómartár.
Höfuðið hnykktist og leitar inná við,
herpist og hamast í senn.
Sannarlega þó þá er ferðin indæl og til fjár.

Nýr heimur. Og alveg önnur mið.
Nýr heimur. Ég kominn er á skrið.

Sem ég heiti Guðsteinn þá skal ég komast alla leið.
Síðan eitthvað annað – Já allt er hey í minni neyð.
Alls konar vöðvar og vefir tæla mig,
varir og þess háttar hnoss.
Hvað sem öðru líður – Að lokum fæ ég mína sneið.

Nýr heimur. Og alveg önnur mið.
Nýr heimur. Ég kominn er á skrið.
Nýr heimur. Og ekkert hemur mig.
Nýr heimur. Nú næli ég í þig.
Nýr heimur. Hér hugsar hver um sig.

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Þessi þungu högg]