Lipurtá [2]

Lipurtá
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Snæbjörn Einarsson)

Þú ert ljúf og létt á fæti
sem lítill fugl í vorsins geim.
Þú et ör af æskukæti
og aðeins þekkir bjartan heim.
Lipurtá, blíð á brá,
bros þú vekur öllum hjá.
Aðeins vor, æskuspor
áttu hér á meðal vor.
Þú ert ein úr Austurstræti,
sem útlagana seiðir heim.

Þá sem langar til að lifa,
þeir leita uppi sporin þín.
Þeir sem alltaf yrkja, skrifa
þinn æskusvip í ljóðin sín.
Lipurtá, blíð á brá,
bros þú vekur öllum hjá.
Sérhvert kvöld, öld af öld,
átt þú hér að hafa völd.
Þeir sem hverfa burt úr bænum,
þeir brosa, hvar sem mynd þín skín.

[engar upplýsingar um útgáfu]