Bing bang

Bing bang
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Bing bang dingalingaling.
Fyndin orð sem fá mig til að hreyfast.
Bing bang dingalingaling
þessi orð þau þýða hvað sem er.

Komdu með, við skulum dansa.
Því ekkert betra’ í heimi ég veit.

Já stattu upp upp hoppaðu upp.
Stígum sundur,
höndum klöppum saman.
Lágt, lágt, í aðra átt.
Leikum okkur saman öll sem eitt.

Bing bang dingalingaling.
Falleg orð sem fá mig til að brosa.
Bing bang dingalingaling.
Orðin sem að ekki gleyma má.

Komdu með, við skulum dansa.
Því ekkert betra’ í heimi ég veit.

Já stattu upp upp hoppaðu upp.
Stígum sundur,
höndum klöppum saman.
Lágt, lágt, í aðra átt.
Leikum okkur saman öll sem eitt.

Einn, tveir, þú og þeir.
Stígum sundur,
höndum klöppum saman.
Já já, stór og smá.
Leikum okkur saman öll sem eitt.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]