Lífið leikur við þig

Lífið leikur við þig
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Kanntu á sippuband?
Kanntu á boltaleik?
Prófað hopp og skopp,
eða leikið húlahopp.

Sippa fram út á hlið,
set svo hendur í kross.
Boltann skalla ég langt.
Að sitja’ og hanga’ er bara rangt.

Þið skulið hlusta mig á,
þið sjáið vel að:

Lífið leikur er
og við leikum okkur saman.
Já bara reyndu að fylgja mér,
og leiktu allt þitt líf.

Hoppa parísarhopp.
Nú í öfuga átt.
Dansaðu í takt.
Byrjaðu hægt,
en síðan hratt.

Þið skulið hlusta mig á,
þið sjáið vel að:

Lífið leikur er
og við leikum okkur saman.
Já bara reyndu að fylgja mér.
Svo leiktu áfram alla daga.

Lífið leikur er
og við leikum okkur saman.
Já bara reyndu að fylgja mér.
Og sjáðu bara
lífið leikur við þig.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latibæ]