Alltaf er leið

Alltaf er leið
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Ef eitthvað reynist ómögulegt,
fyrst um sinn.
Aftur skaltu reyna,
kæri vinur minn.
Ei þýðir að gráta.
Þú verður að játa
að með því að halda áfram,
þú alltaf finnur:

Einhverja leið.
Já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið.
Trúðu’ á þinn eigin mátt.
Ef vopnið er vilji,
þá ég vil að þú skiljir,
á endanum
finnur þú farsæla leið.

Einhverja leið.
Já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið.
Trúðu og treystu,
trúðu og treystu.
Alltaf er leið.
Já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið.
Trúðu’ á þinn eigin mátt.
Ef vopnið er vilji,
þá ég vil að þú skiljir,
á endanum
finnur þú farsæla leið.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]