Tröllaþvaður

Tröllaþvaður
(Lag / texti: Herdís Hallvarðsdóttir / Inga Rún Pálmadóttir)

Trúirðu’ á trunt trunt og tröllin?
Hefurðu heyrt í þeim köllin?
Trunt trunt og tröllin í fjöllum,
þú þekkir þau víða af köllum.

Ég hitti’ eitt á göngu um dalinn.
Það stoppaði’ og tók af sér malinn.
Vingjarnlegt virtist það vera
og léti mig trúlega vera.

Ég kinkaði’ og bauð góðan daginn.
Sjálfsagt hungraður maginn.
Ef svo er þá fisk sækti’ ég í sæinn
því inngöngu fengi’ ekki í bæinn.

Það sagði blaður.
Það sagði þvaður.
Það sagði maður, það er tröllaþvaður.

Krakkaket hef ég ei étið.
Spagettí meira hef metið,
og heimboð á ég í bæinn.
Með bóndanum ætla’ á sæinn.

Og hvað svo sem ég teldi vera
hvað tröllin í fjöllunum gera,
ég hefði’ engin rök á að byggja
og skyldi því betur að hyggja.

Því það er þvaður,
því það er blaður.
Það sagði maður, það er tröllaþvaður.

Trúirðu’ á trunt trunt og tröllin?
Hefurðu heyrt í þeim köllin?
Trunt trunt og tröllin í fjöllum,
þú þekkir þau víða af köllum.

Hvað svo sem þú telur vera
tröllin í fjöllunum gera,
hefur ei rök á að byggja
skyldi því betur að hyggja.

Því það er þvaður,
því það er blaður.
Það sagði maður, það er tröllaþvaður.

[af plötunni Grýlurnar – Mávastellið]