Djásnið mitt

Djásnið mitt
(Lag og texti: Grýlurnar)
 
Djásnið mitt, oh djásnið mitt.
Ertu nokkuð komplexaður?
Eða ertu, ertu eins mikill bömmer og þú virðist vera?
Jafnvel dulbúið lítillæti
sem brýst út í kjánaskap.
Mér finnst það oft – oft.
Stundum velti ég því fyrir mér
hvar ég stæði án þín?

Hvar stæði ég án þín – hvar?
Djásnið mitt.
Þú ert mitt dýrasta djásn.
Þú veitir mér sjálfsöryggi
og trú á sjálfri mér.
Djásnið mitt.

Oh – stundum ertu lítill
og krúttlegur að ég bara …
oh – ég veit ekki hvað.
Ég fríka’ út.
En það er ótrúlega við ykkur,
er að þið eruð eitt og sama djásnið.
Og auðvitað er einn nóg, alveg nóg.

Til hvers er fólk,
að þessari endalausu leit
að einhverju sérstöku
ef allt er nokkurn veginn það sama?
Oh – ég skil það ekki.
Djásnið mitt
þú ert mitt dýrast djásn – djásnið mitt, djásnið mitt.

Oh – ég sýni þér hvers virði þú
ert mér með Timex Quartz, Timex Quartz.
Oh – þú ert mitt dýrasta djásn
og ég sýni þér hvers virði þú
ert mér, með Timex Quartz.

Ég sé þetta svo vel núna
þar sem ég hef kynnst
fjöldanum öllum af þér.
Oh – djásnið mitt.
Og víbratorar og sæðisbankar
geta aldrei komið í þinn stað – aldrei.
Djásnið mitt – aldrei.
Er ekki ennþá til þetta sem við
köllum “tilfinning – Pierrepoint”.

Finnst þér þú vera öðruvísi?
Ert þú Timex Quartz í álögum?
Hugsaðu þér bara ef ég þyrfti
að fara inn í sæðisbankann
með kreditkortið mitt
og biðja um eitt stykki sæði.
Eitt stykki mjög vel gefið og vel gert sæði takk.

[af plötunni Grýlurnar – Mávastellið]