Góða nótt [3]

Góða nótt
(Lag / texti: Oliver Guðmundsson / Þorsteinn Halldórsson)

Með blik í auga, bros á vör
þú birtist mér á gönguför;
af kæti þá minn hugur hló
í hljóðri aftanró.
En báran lék við sjávarsand
og sólin kvaddi vog og land.
Í brjóstum hjörtun bærðust ótt
og bráðum komin nótt.

Og mildur var hinn blíði blær
og bjarma sendi máninn skær:
hann sínu töfrabrosi brá
um byggð og dali þá.
Svo tókumst við í hendur hljótt,
og hægt við sögum “góða nótt”.
En síðan æ í muna mér
þín minning fögur er.

[engar upplýsingar um útgáfu]