Grænmeti og ávextir

Grænmeti og ávextir
(Lag / texti: Ólafur Hólm, Björn Jr. Friðbjörnsson og Daníel Á. Haraldsson / Daníel Á. Haraldsson)

Þú færir mér
fulla skál af þér
og ég vel.

Ég flysja þig,
þú ferð vel í mig
og ég skil
og ég vil þig hráa.

Færðu mér
tómata,
banana,
appelsínuna,
vínberja
klasana,
alla flóruna.

Ég færi þég
fulla körfu af mér
og ég sé

þig skræla mig,
ég fer vel í þig
og ég veit að þér
finnst ég góður.

Ég færi þér tómata,
banana
heilu klasana,
vínberjakörfuna,
heilu farmana.

Mér finnst þú vera falleg,
svo mátulega sæt.
Mér finnst þú vera bragðgóð,
örugglega æt.

Tómata, banana, appelsínuna, vínberjaklasana, alla flóruna

[af plötunni Nýdönsk – 1987-1997]